Lónsá á Langanesi, Sauðaneslón, Ytra Lón og bæjarvatn.

Lónsá er lítil perla sem hefur að geyma mikið magn af stórum fiski. Áin er staðsett á norð austur hluta landsins úti á Langanesi í um það bil 5 mínútna akstri frá Þórshöfn eða um 2,5 klukkustunda fjarlægð frá Akureyri. Vatnasvæði Lónsár er gríðalega fjölbreitt og hefst veiði yfirlit í byrjun maí ár hvert. Í ánni veiðist bæði sjóbirtingur, urriði, sjóbleikja og stöku lax. Á vorin er yfirleitt mest veiði á ósasvæði Lónsár þar sem bleikja, urriði og sjóbirtingur lónir í marfló og veiðist vel á ósasvæðinu langt fram eftir sumri. Um mánaðarmótin maí/júní byrja fyrstu stóru bleikjurnar að renna sér upp í á og halda bleikjugöngur yfirleitt áfram fram í miðjan júlí. Staðbundinn urriði er í einhverju mæli í Lónsá en þegar kemur fram í ágúst byrjar urriðinn úr Lónunum að ganga uppí á til hrygningar og er þá yfirleitt gríðarlegt magn að urriða um alla á að leita sér að hrygningarstöðum og getur veiðin þá verið alveg ótrúleg. Lónsá getur verið viðkvæm í litlu vatni og sólríkum dögum þegar líður fram á sumar svo það borgar sig að fara varlega. Lónsá er eins og sköpuð fyrir þurrfluguveiði og gefur hún oft best þegar líður fram á sumar. Fuglalífið úti á Langanesi er stórfenglegt og er alveg magnað að veiða ósasvæðið þar sem æðafuglar þjóta fram hjá með vængjaþytri niður ánna á leiðinni útí sjó. Vegslóði er meðfram ánni upp að eyðibýlinu Grund en eftir það þurfa veiðimenn að notast við tvo jafnfljóta. Fyrir þá sem hafa áhuga á að ganga heiðina og veiða Lónsá borgar sig að fá far upp að hliði á leiðinni upp að ratsjárstöð á Gunnólfsvíkurfjalli og labba þaðan niður með ánni. Stífluá og Hólslækur rennur saman við Lónsá rétt neðan við Ytra Lón og veiðist aðalega urriði í henni. Einnig eru grunn lón og tjarnir uppá heiðinni sem geyma fisk er er æðislegt að labba upp með ánni og veiða sig í átt að lónunum. Ekki er komin mikil veiðireynsla á þarna en Norðmenn sem gengu af heiðinni og niður að Lónsá í byrjun júní fyrir tveimur árum síðan gerðu mjög góða veiði. Þverá rennur saman við Lónsá fyrir neðan bílastæðið á túninu fyrir ofan grund en ekki er komin mikil veiðireynsla á hana. Landeigendur hafa hinsvegar bent á að í göngum á haustin hafi þeir orðið varir við fisk í ánni svo það er um að gera að láta reyna á hana líka. Sauðaneslón er lónið sem Lónsá rennur úti og rennur svo úr Sauðaneslóni til sjávar. Ekki er eingöngu góð veiði á Ósasvæði heldur getur veiðin í Lóninu sjálfu verið æfintýrarleg og þar veiðast of stórir fiskar. Allt agn er leyfilegt í Lóninu en ekki nær ásasvæðinu en 500 metrar. Ytra Lón er lónið sem er á vinstri hönd þegar keyrt er upp að Gistiheimilinu Ytra Lóni og hefur það að geyma gríðarlegt magn urriða yfirleitt í kringum 1 til 1.5 pund. Lítill lækur rennur úr Ytra Lóni yfir í Lónsá sem gerir urriðunum kleift að ganga uppí Lónsá. Leyfilegt er að veiða á allt agn í Ytra Lóni Bæjarvatn er vatnið á Landi Sauðanes þar sem DC3 flugvélaflakið er en einnig renna lækir úr og í vatnið sem spennandi er að ganga. Uppístaðan í veiðinni er urriðaveiði og er algeng stærð í vatninu frá 1.5 uppí 3 pund. Viðkvæmt fuglalíf er í kringum vatnið og bendum við þeim sem ætla að leggja leið sína að vatninu að láta vita af sér við Ágúst Marinó á Sauðanesi í síma 8919266.

  • Veiðitímabili: Frá 1. maí til 30. September ár hvert.
  • Veiðitölur: Um 500 silungar á ári.
  • Stangarfjöldi: Í Lónsá eru leyfðar 4 stangir á dag en ótakmarkaður fjöldi í vötnunum.
  • Veiðireglur Lónsá og Sauðaneslón: Eingöngu fluguveiði og kvóti 5 fiskar á dag undir 45cm en öllu yfir þeirri stærð skal sleppt að viðureign lokinni. Veiðireglur í Ytra Lóni og Bæjarvatni: Allt agn leyfilegt og engin kvóti.
Gisting fyrir Lónsá er á Ytra Lóni en þar er rekið gistiheimili og bendum við veiðimönnum á að hafa samband við Mirjam í síma 8538010 til að panta gistingu.
R&M ehf (Iceland Fishing guide)
Njarðarnesi 6
603 Akureyri
Matthías Þór Hákonarson
matti@icelandfishingguide.com
Sími 6601642